Skákæfingar fyrir börn og unglinga hefjast í næstu viku hjá Taflfélagi Garðabæjar

Námskeið fyrir 7-10 ára (byrjendaflokkur) hefst nk. fimmtudag 10. september kl. 16.00 til 17.00. Kenndur verður manngangur og undirstöðuatriði í skák.

Æfingar í framhaldsflokki (11-16 ára) verða á Fimmtudögum kl. 17-18.30. Fyrsta æfing 10. september Framhaldsflokk skipa þau börn og unglingar sem náð hafa 11 ára aldri Til viðbótar geta komið aðrir iðkendur sem hafa sambærilega getu eða færni.

Skráning með því að smella hér

Umsjón með æfingum hefur Siguringi Sigurjónsson, FIDE-þjálfari.

Æfingagjald í báðum flokkum er kr. 5.000 fyrir veturinn og er innifalið í því ókeypis þátttaka í öllum mótum félagsins.

Allar nánari upplýsingar gefa þeir Páll Sigurðsson (8603120) eða Siguringi Sigurjónsson (6913007) í síma, með tölvupósti eða skilaboðum á Facebook-síðu félagsins