Skákmót
- Details
- Written by: Administrator
- Category: Skákmót
- Hits: 151
Nánar um mótið auk mynda á facebook síðu TG.
- Details
- Written by: Administrator
- Category: Skákmót
- Hits: 249
- Details
- Written by: Administrator
- Category: Skákmót
- Hits: 309
Skákhátið Fulltingis 2023 heppnaðist vel í alla staði þrátt fyrir skæðar umgangspestir og ófærð sem bitnaði á keppendum búsettum utan höfuðborgarsvæðisins. Þátttaka í mótinu var ókeypis sem og veitingar öll keppniskvöldin, þökk sé rausnarlegum stuðningi lögmannsstofunnar Fulltingis, sem auk þess lagði til vegleg verðlaun.
Hátíðinni lauk mánudagskvöldið 27. febrúar með bráðfjörugu hraðskákmóti yfir 40 keppenda og litskrúðugri verðlunaafhendingu í lokin. Alþjóðlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson varð hlutskarpastur á hraðskákmótinu, hlaut 9,5 vinninga af 11 mögulegum. Fast á hæla honum kom stórmeistarinn Jóhann Hjartarson með 9 vinninga en hann var sá eini sem lagði Vigni Vatnar.
Hér koma nokkrar myndir frá lokakvöldi hátíðarinnar:
Helgi Áss Grétarsson, stórmeistari, sigraði með glæsibrag í A- flokki á Skákhátíð Fulltingis. Hann kveðst kunna einkar vel við sig í Garðabænum en skýrði þau orð sín ekki nánar fyrir viðstöddum.
Guðrún Fanney Briem stóð sig með sóma á mótinu og vann unglingaverðlaun undir 15 ára.
Vignir Vatnar vann til tvennra verðlauna á Skákhátið Fulltingis. Hér heitir hann því að stefna ótrauður á toppinn. Því fögnuðu allir viðstaddir og hvöttu ungstirnið til dáða.
Hugmyndasmiðir og upphafsmenn Skákhátíðarinnar. Jón Þorvaldsson skipuleggjandi og Þröstur Þórhallsson stórmeistari en auk þeirra lagði alþjóðlegi meistarinn Einar Hjalti Jensson hönd á plóg við þá mótun hugmyndafræðinnar.
Sagnfræðingurinn og stórmeistarinn Bragi Þorfinnsson hefur þungan og öflugan skákstíl sem minnir stundum á traktor í lága drifinu. Bragi mun að sögn kunnugra vera manna fróðastur um sögu Zetor dráttgarvéla hérlendis á síðustu öld.
Jóhann Hjartarson vann hin eftirsóttu verðlaun öðlinga 60 ára og eldri en hann fagnaði stórafmæli meðan á Skákhátíðinni stóð. Jóhann hefur færst í aukana á viskualdrinum og er til alls líklegur í framtíðinni.
Hinn fríði hópur verðlaunahafa á Skákhátíð Fulltingis 2023. Á myndina vantar Hjörvar Stein Grétarsson, Guðlaugu Þorsteinsdóttur og Kristin Jens Sigþórsson.
Myndatökumaður var Jóhann Ragnarsson.
- Details
- Written by: Administrator
- Category: Skákmót
- Hits: 600
Hraðskákmótið verður kl. 19.30 í safnaðarheimili Vídalínskirkju. og er skráning í mótið opin
Skráning í mótið er á þessum hlekk.
https://forms.gle/yoeGgMeY3twkQ6o3A
Að loknu móti verður verðlaunaafhending fyrir Skákhátíðina bæði A og B flokk sem og hraðskákmótið.
Verðlaun á hraðskákmótinu verða fyrir efsta sæti. 15 þús + gjafakassi.
sjá má skráningu á mótið á chess results.
Chess-Results Server Chess-results.com - Skakhatid Fulltingis 2023 Hradskak