Þriðjudagur
16:30-17:30 Framhaldshópur I (1-4 bekkur) og lengra komnir byrjendur
17:30-18:30 Framhaldshópur II (5-10. bekkur)
Laugardagur
12:30-13:30 Byrjendaflokkur (leikskóli og upp úr)
13:30-15:00 Framhaldshópur I og II
Ef vafi er á í hvaða hóp á að skrá barnið þá er best að hafa samband við yfirþjálfara.
Fyrsta æfing verður laugardaginn 31. ágúst.
Byrjendur
Í Byrjendaflokki tökum við vel á móti yngstu krökkunum og þeim sem eru að taka sín fyrstu skref í skákheiminum. Við förum vel yfir mannganginn og önnur grunnatriði með skemmtilegum leikjum. Við kennum ýmis brögð og gefum góð ráð til að auðvelda krökkunum að móta sína áætlun á taflborðinu.
Krakkarnir læra að leysa skákdæmi í æfingaheftum Stepping Stones 1 og 2.
Hópurinn hentar vel byrjendum frá eldri árum á leikskóla og upp úr. Ætlunin er að börnin taki 1-2 ár í byrjendahóp áður en haldið er áfram í Framhaldsflokk 1.
Byrjendur (lengra komnir). Hópur mætir tvisvar í viku, með byrjendaflokki á laugardögum og Framhaldshóp 1 á þriðjudögum. Skraning er með byrjendaflokk.
Byrjendur (lengra komnir). Hópur mætir tvisvar í viku, með byrjendaflokki á laugardögum og Framhaldshóp 1 á þriðjudögum. Skraning er með byrjendaflokk.
Framhaldsflokkur 1
Fyrir börn sem kunna orðið mannganginn mjög vel. Jafnvel þó þau hafi ekki mætt hjá okkur áður en eru kannski að tefla heima á móti vinum og vinkonum eða á netinu og langar þig að læra meira?
Við rifjum hratt upp efni frá Byrjendahópnum og förum enn lengra í efnið.
Byrjum í Step bók 1, Step 1 plus og Step 1 mix og öðru námsefni.
Hópurinn stefnir á þátttöku í helstu barnaskákmótum á Íslandi.
Framhaldsflokkur 2
Elstu krakkarnir verða í Framhaldsflokki 2, u.þ.b. 5. bekkur og eldri.
Notum Step bækur fyrir lengra komna eftir getu.
Hér getur verið orðinn meiri munur á milli nemenda. Sumir hafa valið að taka skák alvarlega, og stefna á að undirbúa sig fyrir erfiðari verkefni eins og EM/HM ungmenna. Hér hjálpum við nemendum við að komast að í Skákskóla Íslands, meðfram æfingum TG.
Við tökum auðvitað líka vel á móti krökkunum sem tefla aðallega til gamans. Aðaláherslu setjum á að búa til skemmtilegan hóp sem gerir æfingarnar skemmtilegar.
Þjálfari
Yfirþjálfari TG er Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna í skák. Viðskiptafræðingur að mennt auk þess að hafa lokið gráðunum ECU School Chess Teacher og ECU Expert Coach.
Tölvupóst: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sími: 699 7963
Öllum er frjálst að mæta og prófa.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Skráning í starfið er á slóðinni https://www.sportabler.com/shop/tg