Heim
Skákþing Garðabæjar hófst í gær.
- Details
- Written by: Administrator
- Category: Skákmót
- Hits: 1648
Alls taka amk. 22 skákmenn þátt í A flokki skákþingsins sem er fín þátttaka.
Í fyrstu umferð gekk flest á afturfótunum fyrir heimamenn eiginlega en þó vann Jóhann Helgi góðan sigur. Hins vegar lágu bæði Guðlaug og Páll fyrir bræðrunum úr Kópavogi sem eru á mikilli uppleið um þessar mundir og má segja að mikil þrautsegja einkenni þá því Bárður var kominn í tímahrak gegn Páli, sem lék af sér þrátt fyrir að andstæðingurinn væri í hrakinu. Sama byrjun kom upp í báðum skákunum-ítalskur leikur.
Fleiri óvænt úrslit litu samt dagsins ljós Sindri Guðjóns tapaði fyrir Jóni Eggert Hallsyni, Estaislau vann Friðgeir Hólm og auk þess náði náðu þeir Ingvar Egill og Sveinn Gauti jafntefli gegn sterkari andstæðingum. Sveinn Gauti gegn núverandi meistara Garðabæjar. Þá náði Alec Sigurðarson jafntefli gegn Jón Þór Helgasyni og stóð raunar lengst af betur.
Af 10 skákum í fyrstu umferð urðu því óvænt úrslit í 7 þeirra og gefur vonandi fyrirheit um skemmtilegt mót framundan.
Pörun verður gerð næstkomandi fimmtudag og jafnframt er líklegt að við bætist jafnvel sterkur keppandi (ur) áður en það gerist.
úrslit fyrstu umferðar má sjá á chess-results.
http://chess-results.com/tnr148673.aspx?lan=1&art=2&rd=1&flag=30&wi=821
B flokkurinn er sá fjölmennasti frá upphafi en alls eru 21 skráður þar til leiks. Stigahæstur er Guðmundur Agnar Bragason TR og hann byrjaði skákina á fremur auðveldum sigri á Þorsteini Emil sem hafa verið hálf mislagðar hendur undanfarið.
Úrslitin urðu meira eftir bókinni í B flokki þar sem ekki urðu óvænt úrslit fyrr en á 8. borði þar sem Sólon Siguringason tapaði fyrir Daníel Erni Njarðarsyni. Reyndar má Helgi Svanberg Jónsson hafa talist fremur heppinn þegar andstæðingur hans missti af máthótun Helga.
Sjá má öll úrslit á sömu síðu og A flokkinn.
Skákþing Garðabæjar 2014
- Details
- Written by: Administrator
- Category: Fréttir
- Hits: 1811
Skákþing Garðabæjar hefst mánudaginn 20. október 2014. Tefldar verða 7 umferðir og verður mótið reiknað til íslenskra og alþjóðlegra stiga.
Mótsstaður: Garðatorg 1. (gamla Betrunarhúsið). 2. hæð. Inngangur til hægri við verslunina Víði.
Skráning:
Skáningarsíða mótsins eða skilaboð til Skákstjóra.
Umferðatafla:
- 1. umf. Mánudag 20. okt. kl. 19.30. (B flokkur kl. 18:00)
- 2. umf. Mánudag 27. okt. kl. 19.30 (B flokkur kl. 18:00)
- 3. umf. Mánudag 3. nóv. kl. 19.30 (B flokkur kl. 18:00)
- 4. umf. Mánudag 10. nóv. kl. 19.30 (B flokkur kl. 18:00)
- 5. umf. Mánudag 17. nóv. kl. 19.30 (B flokkur kl. 18:00)
- 6. umf. Mánudag 24. nóv. kl. 19.30 (B flokkur kl. 18:00)
- 7. umf. Mánudag 1. des. kl. 19.30 (B flokkur kl. 18:00)
Verðlaunaafhending og Hraðskákmót Garðabæjar 8. Desember kl 19:30.
Keppnisfyrirkomulag er svissneskt kerfi. Skákstjóri er Páll Sigurðsson. Sími 860 3120.
Tímamörk eru 90 mínútur og 30 sek sem bætist við hvern leik. Mótið er opið öllum og geta því stigalágir valið milli flokka.
B flokkur bara fyrir skákmenn með 1499 stig eða minna. Umhugsunartími þar er 45 mín auk 30 sek. á leik.
Leyfilegt er í mótinu í umferðum 1-5 að taka hjásetu gegn hálfum vinning. Ekki er hægt að taka hjásetu eftir að pörun í umferð liggur fyrir.
Verðlaun auk verðlaunagripa:
Heildarverðlaun 70 prósent af aðgangseyri. (Hort system). Amk. 3 verðlaun í hvorum flokki.
Mótið er um leið Skákþing Taflfélags Garðabæjar.
Sæmdartitilinn Skákmeistari Garðabæjar geta aðeins fengið félagsmenn Taflfélags í Garðabæ eða skákmaður með lögheimili í Garðabæ.
Þátttökugjöld:
Félagsmenn: Fullorðnir 3000 kr. Skákmenn fæddir 1997 og síðar frítt.
Utanfélagsmenn: Fullorðnir 4000 kr. Skákmenn fæddir 1997 og síðar 2000 kr.
Skákmeistari Garðabæjar 2013 er Bjarnsteinn Þórsson.
Skákæfingar Taflfélags Garðabæjar fyrir börn og unglinga
- Details
- Written by: Administrator
- Category: Fréttir
- Hits: 1671
Sóley Lind Íslandsmeistari í eldri flokki stúlkna.
- Details
- Written by: Administrator
- Category: Skákmót
- Hits: 2001
Sóley Lind Pálsdóttir sigraði á Íslandsmóti stúlkna sem var haldið á skákdaginn 26. jan síðastliðinn.
Tíu stúlkur tóku þátt í eldri flokki sem er metþátttaka. Þar tapaði Sóley í fyrstu umferð fyrir Hildi Berglindi Jóhannsdóttir en fór eftir í það í mikið stuð og vann allar skákir sem eftir voru.
Það dugði til að komast fremst í mark með 8 vinninga í 9 skákum. Hildur Berglind og Ásta Sóley Júlíusdóttir urðu jafnar með 7 vinninga en Hildur hafði annað sætið eftir stigaútreikning.
Lokastaðan:
- 1. Sóley Lind Pálsdóttir 8 v. af 9
- 2. Hildur Berglind Jóhannsdóttir 7 v.
- 3. Ásta Sóley Júlísdóttir 7 v.
- 4.-6. Tara Sóley Mobee, Sólrún Freygarðsdóttir og Sigrún Linda Baldursdóttir 5 v.
- 7. Sonja María Friðriksdóttir 4 v.
- 8. Freyja Dögg Delecva 3 v.
- 9. Dóra Valgerður Óskarsdóttir 1 v.
- 10. Tinna Björk Rögnvaldsdóttir 0 v
sjá nánar
http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1350302/
Page 14 of 15